top of page

Hrafnhildur Skúladóttir

Við tókum viðtal við Hrafnhildi Skúldóttur betur þekkt sem Hrabba Skúla. Við spurðum hana út í kvíða í íþróttum þar sem hún starfar sem þjálfari og sjálf var hún lengi í handbolta. Einnig er hún menntaður grunnskólakennari​

​

Hrafnhildur fædd árið 1977 á sér langan feril að baki sem handknattsleikmaður og sem þjálfari. Hrafnhildur á að baki 170 landsleiki og er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. Á ferlinum skoraði hún 620 mörk fyrir A-landslið kvenna.

​

Hrafnhildur hefur þjálfað í um 27 ár, aðallega kvenna megin en einnig yngri stráka. Hrafnhildur segist hafa lent í þó mörgum kvíðatilfellum undanfarið þar sem kvíði hefur verið mikið til umræðu í samfélaginu upp á síðkastið. Hún segist oftast vita af einstaklingunum sem eru með kvíða og sé þá auðveldara að lesa í aðstæður og gera sér grein fyrir því hvað er að. Hún sagði að hún vildi klárlega frekar vita af þeim sem eru með kvíða, annars gætu þjálfarar haldið að eitthvað annað væri að. Hún tekur svo fram að það séu örugglega fleiri atvik í liðunum en þjálfari fær að vita um. Hrafnhildur sagði halda að kvíði væri algengari kvennamegin en sagðist vita að þetta væri líka mikið karlamegin. Við spurðum hana hvort að þetta vandamál væri bara í yngri flokkum en hún var fljót að svara að þetta væri mjög algengt líka í meistaraflokkum. Hún taldi að öll þessi kvíðaumræða væri ekkert endilega af hinu góða, þar sem miklu fleiri tilfelli kæmu upp núna og margir væru að þróa með sér kvíða út frá umræðunni. Hún kom með góðan punkt þar sem hún las grein um að kvíði væri ekki sjúkdómur heldur tilfinning, og það sé eðlilegt að allir finni fyrir áhyggjum þegar þeir byrji í nýrri vinnu eða mæta í fyrsta skipti á landsliðsæfingu. Í dag haga sér margir eins og það sé ekki eðlilegt að finna fyrir þessum tilfinningum, en við eigum oft eftir að gera nýja hluti í lífinu og þess vegna finna oft fyrir stressi sem er gott fyrir velgengni. Hún bætti því við að öll þessi kvíðaveikindi væri svolítið ofgert og of mikið en að sjálfsögðu væru atvik sem væru hamlandi einstaklingum og þeir væru mjög kvíðnir. Í lokin spurðum við hana hvað hún héldi að hægt væri að gera til að bæta þetta og Hrafnhildur svaraði því að hjá yngri krökkum væri foreldrarnir sem ættu stóran þátt í að gera börnin sín kvíðin og það væri númer 1,2 og 3. Hún sagði að foreldrarnir forði þeim úr öllum erfiðum aðstæðum og gera þau þar með kvíðnari í stað þess að ýta börnunum sínum áfram sem gerir þau sterkari.

bottom of page