top of page

Kvíði

Kviði er eðlilegt varnarviðbragð líkamanns. Allir hafa áhyggjur sem eru nauðsynlegar fyrir velgengni. Kvíði er hinsvegar viðvarandi ástand sem hamlar börnum og fullorðnum í daglegu lífi.

Banana Leaves

Einkenni kvíða

Fresta hlutum

Afsakanir

Skjálfti

Sviti

Vöðvaspenna

Magaverkur

Ógleði

Höfuðverkur

Svefnleysi

Þreyta

Eirðarleysi

Pirringur, reiði

Ör andardráttur

Hraður hjartsláttur

Svimi

o.s.frv.

Tilvíisun í heimild: (Kvíðameðferðastöðin e.d.)

​

Banana Leaves

Hvað gerist í líkamanum þegar við fáum kvíða

Þegar við skynjum kvíða fara viðvörunarbjöllur líkamans í gang og vara okkur við að það sé hætta. Viðvörunarkerfið er arfleið frá steinaldartímabilinu, en steinaldarmenn þurftu að vera tilbúnir að berjast við t.d. björn eða hlaupa undan öðrum hættulegum dýrum. Í dag bregst líkaminn enn við "hættu" með sömu viðbrögðum þó hættan sé t.d. bara að gera mistök á æfingu eða vera skammaður af þjálfurum (o.s.frv.). Líkaminn býr sig undir átök, hann hættir að dæla súrefni í þá líkamsparta sem hann þarf ekki að nota eins og t.d. í magann og dælir meira súrefni út í vöðvana í höndum og fótum. Það er ástæðan fyrir því að við kvíða finnum við fyrir líkamlegum einkennum eins og t.d. að verða illt í maganum, vöðvarnir verða stífir og spenntir, við svitnum og finnum fyrir hraðari hjartslætti. Líkaminn er að búa sig undir hættu og átök.

Tilvísun í heimild: ( Kvíðameðferðastöðin e.d.)

bottom of page