top of page
Kvíði í íþróttum
Hvað veldur kvíða hjá unglingum í íþróttum
Birta Líf og Ragna Sara
Um verkefnið
Við erum tveir nemendur í 10.bekk úr Grunnskóla Vestmannaeyja að vinna lokaverkefnið okkar. Verkefnið á að vera rannsóknarspurning og er spurningin okkar "Hvað veldur kvíða hjá unglingum í íþróttum ?". Við fengum að velja hvernig við skilum verkefninu og völdum við að gera heimasíðu. Einnig þurfum við að gera glærukynningu og kynna fyrir kennurum og foreldrum, við þurfum að gera bás sem verður til sýnis og við ætlum að taka viðtöl við einstaklinga og gera könnun.
Rökstuðningur fyrir vali og efni
Við völdum okkur þetta viðfangsefni út af því við höfum báðar glímt við kvíða og verið að vinna með kvíða í íþróttum. Það væri líka gaman að sjá hvort fleiri finni fyrir þessum áhyggjum.
bottom of page