top of page
Kvíði í íþróttum
Við lögðum fram könnun fyrir unglinga í íþróttum til þess að athuga hvort kvíði væri algengur í íþróttum.
70,7% sem tóku þátt í könnuninni voru kvk, 25,9% kk og restin annað.
Meirihlutinn sem tók þátt var 15 ára og 16 ára.
84,5% búa í Vestmannaeyjum, en við lögðum könnunina aðalega fram fyrir unglingana í Grunnskóla vestmannaeyjum.
Lang flestir æfa fótbolta og handbolta en þar á eftir var sund, fimleikar og ræktin.
41,4% finna stundum fyrir kvíða fyrir æfingum eða móti/keppnum, 34,5% finna fyrir kvíða en 24,1% finna ekki fyrir kvíða. Langflestir finna einhvern tímann fyrir kvíða.
Það sem var mest kvíðavaldandi
1. Hrædd/ur við að gera mistök
2. Hrædd/ur um að verða dæmd/ur
3.Hrædd/ur um að standast ekki kröfur
4.Áhorfendur
Flestir hafa ekki sleppt því að mæta á æfingu eða leik/mót vegna kvíða (67,2%) en 32,8% hafa sleppt æfingu eða leik/móti.
Hérna eru mismunandi svör yfir því afhverju unglingar hafa sleppt því að mæta.
63,8% svöruðu því að samgöngur hafa ekki áhrif á kvíðann en 20,7% svöruðu því að skip séu kvíðavaldandi. Restin af svörunum var m.a. flug,bíll eða allt.
bottom of page